SKE frumsýnir nýjasta myndband Rari Bois: Swervin (Remix)

Íslenskt

Í dag (9. maí) sendu rappararnir Icy G og Hlandri frá sér myndband við lagið
Swervin (Remix) en um ræðir endurhljóðblandaða útgáfu af samnefndu lagi eftir 070 Shake. Myndbandið var tekið upp á einum degi á bílapartasölu.

Í samtali við SKE í morgun tjáði Hlandri sig nánar um lagið:

„Lagið er endurhljóðblönduð útgáfa af laginu Swervin eftir 070 Shake. Við endurgerðum taktinn og skrifuðum eigin erindi – en viðlagið er eins. Okkur fannst þetta einfaldlega svo gott lag en það vantaði eitthvað. Ég og Icy G ákváðum því að endurgera lagið og gera það enn betra.“

– Hlandri (Andri Gunnlaugs)

Fyrir þá sem þekkja ekki 070 Shake þá er hún 19 ára gamall rappari frá New Jersey í Bandaríkjunum sem vakti fyrst athygli með laginu Trust Nobody sem kom út árið 2016. Hér fyrir neðan má svo hlýða á upprunalega útgáfu lagsins Swervin.

Þess má einnig geta að Icy G og Hlandri tilheyra samvinnuhópnum Rari Boys en aðeins er rúmur mánuður síðan að Rari Boys gáfu út myndband við lagið Rari Boi (sjá hér fyrir neðan):