SKE kíkir á rúntinn með Emmsjé Gauta (myndband)

Í bílnum

Nýverið kíkti SKE á rúntinn með rapparanum Emmsjé Gauta en rúnturinn var liður í myndbandsseríunni Í bílnum (sjá hér fyrir ofan).

Ýmislegt hefur drifið á daga Emmsjé Gauta síðastliðin misseri en ásamt því að hafa nýverið lokið við jólatónleika í Gamla Bíó vinnur hann einnig að nýrri hljóðversplötu sem er væntanleg í ár: 

„Ég er ekkert í pásu. Ég er endalaust að vinna en eins og staðan er núna langar mig að gefa mér tíma að klára plötuna sem ég er að vinna í; hún kemur út einhvern tímann í ár. “

– Emmsjé Gauti

Margt áhugavert kom fram í viðtalinu en viðmælendurnir ræddu meðal annars grænmetisfæði, sviðsframkomu, hark og ýmislegt annað.

Að lokum má þess geta að Emmsjé Gauti kemur fram á snjóbretta- og tónlistarhátíðinni AK Extreme í apríl en hátíðin fer fram dagana 5. til 8. apríl á Akureyri. 

Nánar: http://www.akx.is/