SKE ræðir við breska tvíeykið Krept & Konan (myndband)

Viðtal

Breska tvíeykið Krept & Konan tróð upp á Kronik LIVE í Laugardalshöllinni síðastliðna helgi en rappararnir tveir hafa getið sér gott orð undanfarið með lögum á borð við Freak of the Week, Don't Waste My Time og Last Night.

SKE náði tali á þeim félögum stuttu eftir að þeir stigu af sviði og lagði fyrir þá nokkrar viðeigandi spurningar (sjá hér fyrir ofan).

Eins og fram kemur í viðtalinu er nóg framundan hjá Krept & Konan í sumar en tvíeykið hyggst gefa út tvö mixteip í ágúst:

„Við ætlum að gefa út tvö mixteip samtímis, vonandi í ágúst ... við lögðum lokahönd á þessi mixteip fyrir um tveimur vikum síðan og erum um þessar mundir að skjóta myndbönd við nokkur lög af plötunni. Mixteipin munu skarta nokkrum stórum gestaröppurum.“

– Casyo "Krept" Johnson

Hér fyrir neðan er svo myndband af heimsókn Krept & Konan í útvarpsþáttinn BBC Radio 1 í breska ríkisútvarpinu.