SKE gægist á bak við tjöldin á Kronik LIVE (myndband)

Myndbönd

Síðastliðið föstudagskvöld (7. júlí) fóru tónleikarnir Kronik LIVE fram í Laugardalshöllinni. Fram komu Young Thug, Krept & Konan, Alexander Jarl, Alvia, Aron Can, Birnir, Emmsjé Gauti, Gísli Pálmi, GKR, Herra Hnetusmjör, Sturla Atlas, Úlfur Úlfur, DJ Karítas, DJ B-Ruff og DJ Egill Spegill.

SKE lét sig ekki vanta og skyggðist á bak við tjöldin til þess að ræða við nokkra listamenn sem stigu á svið um kvöldið – þar á meðal DJ Egil Spegil, Herra Hnetusmjör, Arnar Frey Frostason, Krept & Konan og Loga Pedro (sjá hér fyrir ofan). Eins og sjá má var stemningin á tónleikunum mjög góð. 

Á næstu dögum munu svo viðtöl við fyrrnefnda listamenn rata inn á Ske.is í fullri lengd.