Skiptar skoðanir um umdeilda auglýsingu Gillette: „Aldrei aftur Gillette.“

Fréttir

Síðastliðinn 13. janúar gaf bandaríski rakvéla- og rakblaðaframleiðandinn Gillette út nýja auglýsingu (sjá hér að ofan). 

Yfirskrift auglýsingarinnar, "We Believe: The Best Men Can Be," vísar til slagorð Gillette, "The Best a Man Can Get" („Eins góður og karlmaðurinn gerist“)en í stað þess að styðjast við hefðbundið slagorð virðist sem svo að fyrirtækið hafi ákveðið að aðlaga kjörorðin að tíðarandanum og að #MeToo-byltingunni. 

Í upphafi auglýsingarinnarog í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um einelti og kynferðislega áreitni karlmanna, o.fl.—spyr ónefndur karlmaður: „Er karlmaðurinn ekki betri en þetta?“

Líkt og fram kemur á grein á vefsíðu The Guardian í morgun hefur auglýsingin stuðað suma viðskiptavini Gillette (þá aðallega karlréttindasinna). Talsverður fjöldi fólks hefur t.d. lýst óánægju sinni yfir auglýsingunni í athugasemdakerfi Youtube; grundvallast gagnrýni þeirra einna helst á því að Gillette sé að fella alla karlmenn (og drengi) undir einn hatt:

Strákar eru ekki, í eðli sínu, skrímsli, sem þurfa að hafa hemil á illum hvötum, ritar einn notandi Youtube í athugasemdakerfi síðunnar.

Nánar: https://www.theguardian.com/wo...

Meðal þeirra sem gagnrýna auglýsinguna er breski blaðamaðurinn Piers Morgan:

Ekki eru þó allir á því að auglýsingin sé slæm. Blaðamaðurin Andrew P. Street segir að fjaðrafokið í kringum auglýsinguna sé til marks um það hversu nauðsynleg slík herferð sé í raun og veru.  

Kanadíski höfundurinn Emily Andras hrósar Gillettehenni vöknaði um augun. 

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Dave Rubin gagnrýnir Gillette fyrir að gefa sér það að allir karlmenn skilgreini sig sem karlmenn.