„Skundaðu af sköklinum“—J.I.D. og J. Cole saman í nýju myndbandi: "Off Deez"

Fréttir

Í lok nóvember gaf bandaríski rapparinn J.I.D. út hljóðversplötuna DiCaprio 2. Um er að ræða aðra hljóðversplötu rapparans sem fylgir í kjölfar plötunnar The Never Story sem kom út í fyrra. 

Meðal þeirra laga sem er að finna á plötunni er lagið Off Deez sem J.I.D. samdi í samstarfi við kollega sinn J. Cole. Myndband við lagið rataði á Youtube í gær (4. desember).

Titill lagsins er stytting á bandaríska slangurfrasanum víðfræga Off deez nuts, sumsé Af þessum hreðjum (frasinn á rætur að rekja til plötunnar The Chronic sem Dr. Dre gaf út árið 1992)Samkvæmt túlkunarþjónustu Genius.com vísar frasinn, í þessu samhengi (merking slangurfrasans helgast af samhenginu), til pirrings rapparanna í garð gagnrýnenda; best væri ef lastarar myndu láta af neikvæðninni—og myndu einfaldlega skunda af sköklinum (sem er upphafslína viðlagsins).

Get off my d$#k, get off my d##k /
.40 my hip, loadin' my clip /
Cannabis, cannabis, roll up my spliff /
Hannibal, Hannibal, look what I did /

Nánar: https://genius.com/Jid-and-j-c...

Hér fyrir neðan er svo platan DiCaprio 2 á Spotify. Platan geymir 14 lög og skartar tónlistarfólki á borð við A$AP Ferg, J. Cole, Ella Mai og Method Man.