Smash Mouth - bjargvættir nútíma rapptónlistar?

Hljómsveitin Smash Mouth kemur rapptónlistinni til varnar á Twitter í dag, af einhverjum ástæðum.

Við lifum á skrítnum tímum. Hljómsveitin Smash Mouth kemur nútíma rapptónlist til varnar á Twitter en rappblaðið goðsagnakennda The Source hafði sent frá sér tíst með skoti á nútímarappara. Strákarnir í Smash Mouth vaða beina leið í blaðið og segja það hljóma eins og foreldra.

Ef það væri hægt að senda tístið aftur í tímann til ársins 1999 þegar The Source var aðal biblía rappunnandans og Smash Mouth voru að gera allt klikkað með laginu All Star þá er nokkuð víst að ýmsir yrðu ansi ringlaðir.