Smjörvi og HRNNR hömlulausir á Sónar (myndband)

Tónlist

Tónlistarhátíðin Sónar fór fram síðustu helgi í Hörpunni. Fjölmargir tónlistarmenn 
stigu á svið og að mati SKE stóðu eftirfarandi atriði upp úr: Dillalude, Oddisee, 
Sturla Atlas, De La Soul, Shades of Reykjavík – og Smjörvi og HRNNR sem 
komu fram í Kaldalóni á föstudeginum.

Hér fyrir ofan má sjá Smjörva og HRNNR flytja lagið Engar myndir; óhætt er að segja að góð stemning hafi verið í salnum.