Snilligáfa Debussy undirstrikuð: "Claire De Lune" með aðstoð nútímatækninnar

Áhugavert

Bandaríkjamaðurinn Rousseau stýrir samnefndri rás á Youtube sem státar sig af tæplega 9.000 áskrifendum. 

Á síðu sinni flytur Rousseau vel valin tónverk á píanóið en með aðstoð nútímatækninnar ("reactive visualizer") taka verkin á sig nýja mynd: nóturnar líða að hljómborðinu ofan frá og leggur reykur frá höndum Rousseau er hann spilar. Með þessu virðast verkin fá á sig dulrænt yfirbragð en það er svo sannarlega raunin hvað nýjasta myndband píanóleikarans varðar—ábreiðu á laginu Claire De Lune—sem kom út í gær (14. maí). 

Claire De Lune er þriðji og frægasti kafli tónverksins Suite bergamasque sem franska tónskáldið Claude Debussy gaf út árið 1905 en segja má að útgáfa Rousseau undirstriki margbrotið eðli verksins og að snilligáfa Debussy komi hér bersýnilega í ljós; verkið er í senn dularfullt, áhrifamikið og eru sumir á því að Debussy—á einhvern ótrúlegan hátt—hafi tekist að gera gjörvöllum tilfinningaskala mannsins ítarleg skil.