Spike Lee leikstýrir hiphop-Rómeó og Júlíu

Hiphop útgáfa af Rómeó og Júlíu er á leiðinni í kvikmyndahús

Kvikmyndin Prince of Cats er hiphop útgáfa af leikriti Shakespeares um dæmdu elskendurnar Rómeó og Júlíu. Myndin gerist á 9. áratugnum í Brooklyn, eða eins og það er kallað í myndinni - Da People’s Republic of Brooklyn. Handrit myndarinnar er unnið uppúr teiknimyndasögu með sama nafni sem skrifuð var af Ron Wimberly en Selwyn Seyfu Hinds, fyrrverandi ritstjóri The Source, hefur unnið handrit upp úr bókinni.

Eitthvað er í að Prince of Cats komi í kvikmyndahús enda er Spike Lee nú að leggja lokahönd á aðra mynd - Da 5 Bloods, sem mun detta inn á Netflix á næstunni.