Sterkar Djúpur fá falleinkun á vinsælli Youtube síðu

Kómík

MyHarto er Youtube rás með 2.5 milljón áskrifendur. Í gær sendi rásin frá sér myndband þar sem vinkonurnar Hannah, Mamrie og Grace smakka íslenskt nammi (sjá hér fyrir ofan). Þegar hafa yfir 100.000 manns horft á smökkunina svokallaða.

Fyrsta hnossgætið sem þær lagskonur gæða sér á í myndbandinu eru Sterkar Djúpur frá Freyju en óhætt er að segja að Djúpurnar fái falleinkum:

"I hate it, I hate it, I hate it, I hate it ... it's giving me a speech impediment." 

(„Ég hata þetta, ég hata þetta, ég hata þetta, ég hata þetta ... ég er komin með málgalla.“)

– Mamrie

Í myndbandinu smakka vinkonurnar einnig Trítlur, Tyrkisk Peber og Hjúp.

(Hér fyrir neðan er svo annað kómískt myndband þar sem Youtube stjarnan Deji smakkar íslenskt nammi.)