Sticky og Aron Can með útgáfupartí á Prikinu á morgun (19.04.17)

Tónlist

Á morgun þann 19. apríl fagnar plötuútgáfan Sticky nýrri plötu frá Aroni Can ÍNÓTT en platan kemur formlega út sumardaginn fyrsta (20. apríl). Útgáfuhófið fer að sjálfsögðu fram á Prikinu og hefst kl. 20:00. Platan verður til sölu á staðnum og einnig ætla starfsmenn Priksins að breyta staðnum í plötuumslag. 

Samkvæmt viðburðarsíðu Sticky á Facebook mun nánari útlistun á viðburðum kvöldsins rata inn á netið þegar nær dregur.

Nánar: https://www.facebook.com/event...

Hvar: Prikið (Bankastræti, 101 Reykjavík)
Hvenær: 19.04.2017 (20:00)
Aðgangur: Frír

(Hér fyrir neðan má svo sjá myndband við lagið Fullir vasar ásamt myndbandi af rapparanum að rappa í beinni í Kronik.)