Sturla Atlas flytur Keep It Cool í beinni

Tónlist


Síðastliðinn laugardag hneyksluðust menn á Facebook, sólin fór upp og útvarpsþátturinn Kronik fór í loftið á X-inu 977.

Gestir þáttarins voru meðlimir hljómsveitarinnar Sturla Atlas sem voru jafnframt í miklu stuði. Fluttu þeir lagið Keep It Cool í beinni (sjá hér fyrir ofan) ásamt því að semja texta af munni fram yfir bítið Ain't No Fun en upptaka af herlegheitunum mun rata inn á Ske.is á allra næstu dögum. 

Lagið Keep It Cool verður að finna á væntanlegu mixteipi Sturlu Atlas sem kemur út í vikunni á Spotify:

„Við höfum unnið í þessu mixteipi frá því í október ... við sömdum 25 grunna en vorum virkilega ánægðir með átta lög sem verða að finna á plötunni.“

– Sigurbjartur Sturla Atlas