Sturla Atlas ,freestyle-ar' yfir Ain't No Fun eftir Snoop Dogg

Tónlist

Síðastliðinn laugardag fór 14. þáttur Kronik í loftið á X-inu 977.

Gestir þáttarins voru meðlimir hljómsveitarinnar Sturla Atlas sem fluttu lagið Keep It Cool í beinni ásamt því að semja texta af munni fram yfir bítið Ain't No Fun (sjá hér fyrir ofan) sem kollegarnir Snoop Dogg, Nate Dogg, Kurupt og Warren G gerðu frægt á tíunda áratugnum.

Þann 16. mars mun svo mixteipið 101 Nights eftir Sturla Atlas koma út á Spotify en hljómsveitin hefur unnið að gerð teipsins frá því í október. 

Tvær vikur eru liðnar frá því að Sturla Atlas gaf út myndband við lagið Time sem verður eitt af lögunum sem finna má á 101 Nights: