Sumarlegir tónar frá DJ B-Ruff og Önnu Hlín: Kisses

Íslenskt

Í dag (27. júlí) rataði lagið Kisses eftir plötusnúðinn DJ B-Ruff og söngkonuna Önnu Hlín á Youtube (sjá hér fyrir ofan) en lagið fór í spilun á útvarspstöðinni Áttunni fyrir stuttu – og það við góðar undirtektir. 

Í samtali við SKE í morgun tjáði B-Ruff blaðamanni að meira efni væri mögulega á leiðinni:

„Stefnan er að gefa út fleiri lög með fleiri tónlistarmönnum, þ.e.a.s. ef tími gefst og ef vel tekst til. Draumurinn er að gefa út ,compilation' plötu einn daginn – en fæst orð bera minnsta ábyrgð.“

– B-Ruff

Að lokum má geta þess að tæp sjö ár eru liðin frá því að B-Ruff og Anna Hlín leiddu hesta sína saman fyrst en lagið Special kom út í júlí 2010 (sjá neðst).