Svala Björgvins og Lexi Picasso ræða samstarfið (myndband)

Kronik

Síðastliðið föstudagskvöld hituðu umsjónarmenn útvarpsþáttarins Kronik upp fyrir tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík með því að fá tónlistarfólkið Svölu Björgvinsdóttur (Blissful) og Lexi Picasso í heimsókn (sjá hér að ofan). 

Ásamt því að ræða Sónar Reykjavík spjölluðu þau einnig um samstarfið en líkt og fram kemur í viðtalinu leggja þau nú lokahönd á nýtt lag sem þau sömdu í sameiningu – og er stefnan tekin á útgáfu meira efnis í framtíðinni.

Aðspurð hvernig samstarfið kom til sagði Svala að þetta hafi gerst, líkt og flest annað í okkar nútímaheimi, með aðstoð internetsins:

„Ég var búin að vera aðdáandi tónlistar hans frá því að ég heyrði hana fyrst, fyrir um það bil ári síðan. Svo minnir mig að (Lexi) hafi sett athugasemd við eitthvað á Instagram hjá mér og að ég hafi svarað til baka og tjáð aðdáun mína. Síðan höfum við talað saman á Instagram. Í kjölfarið sendi (Lexi) mér takt og við náðum ótrúlega vel saman.“

– Svala Björgvinsdóttir

Hér fyrir neðan geta lesendur hlýtt á lög eftir tvíeykið Blissful—sem samanstendur af Svölu Björgvinsdóttur og Einari Egilssyni—ásamt plötuna Lexi Picasso á SoundCloud eftir rapparann Lexi Picasso.