Svala Björgvins og Reykjavíkurdætur saman í nýju lagi: "Ekkert drama"

Fréttir

Á miðnætti (20. júlí) rataði lagið Ekkert Drama á Spotify (sjá hér að neðan) en um ræðir nýtt lag sem Reykjavíkurdætur sömdu í samstarfi við söngkonuna Svölu Björgvinsdóttur. Lagið pródúseraði tvíeykið BLKPRTY—sem samanstendur af þeim Þorbirni Einari Guðmundsyni og Bjarka Hallbergssyni (BLKPRTY hefur meðal annars unnið mikið með keflvíska rapparanum Kilo). 

Á Facebook-síðu sinni í gær lýsti rapparinn Blær ánægju sinni með útkomu lagsins: „Ég er svo spennt að allir fái að heyra þessa neglu! Þvílík forréttindi að fá að vinna með BLKPRTY og idol-inu mínu, sjálfri Svölu Björgvins!“—Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Það hefur verið nóg að gera hjá Reykjavíkurdætrum síðastliðin misseri en ásamt því að hafa túrað um Evrópu í sumar koma Dæturnar einnig fram á Mývatni í kvöld (20. júlí) á og tónlistarhátíðinni Lunga á morgun.

Lunga: https://lunga.is/

Þess má einnig geta að Svala Björgvins gaf út lagið For The Night í morgun (sjá hér að neðan) en myndband við lagið er væntanlegt í dag. 


Hér fyrir neðan má svo sjá viðtal SKE við Blævi frá því í byrjun árs ásamt heimsókn Dætranna í útvarpsþáttinn Kronik á X-inu 977.