T.I. sagði hvað?

Rapparinn T.I. segist fylgja fullorðinni dóttur sinni til kvensjúkdómalæknis til athuga með stöðu meydóms hennar

Rapparinn T.I. hefur oft gert allt brjálað, t.d. þegar hann gaf út klassíska smellinn What you know about that af plötunni King. En í þetta sinn er það ekki svo gott - rapparinn segist fara með dóttur sinni (sem er 18 ára), Deyjah Harris, til kvensjúkdómalæknis til að geta athuga hvort að hún sé enn hrein mey. Þetta viðurkenndi rapparinn stoltur í hlaðvarpsættinum Ladies like us, þar sem hann var gestur á dögunum. Þættinum hefur nú verið eytt af netinu.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa enda í allra besta falli frekar undarlegt athæfi hjá rapparanum. Hefur honum verið bent á að þessi hugsunarháttur sé nokkuð gamaldags og standist heldur ekki neina vísindalega skoðun. Hér má lesa meira um það mál.

Twitter hefur auðvitað ekki látið þessar fréttir framhjá sér fara og leyfum við hér einu vel völdu tísti að fylgja fréttinni.