Tengi einfaldlega betur við „allt á ensku en íslensku“—Royal Gíslason gefur út "Leader" (Viðtal)

Viðtöl

SKE: Síðastliðinn 20. nóvember gaf rapparinn Royal Gíslasonsem heitir réttu nafni Róbert Óliver Gíslasonút stuttskífuna "Leader." Platan geymir þrjú lög, öll hver samin á ensku. "Leader" er önnur platan sem Royal Gíslason gefur út. Fyrr á árinu gaf rapparinn út plötuna "Alien Vibez." Í tilefni útgáfunnar heyrði SKE í Royal og spurði hann nánar út í tónlistina, tungumálið og leiklistina (rapparinn nam leiklist í Los Angeles á sínum tíma). 

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Róbert Óliver Gíslason

SKE: Já, góðan daginn. Hvað segirðu þá?

Royal Gíslason: Góðan daginn. Ég er heavy góður, takk.

SKE: Hver er Royal Gíslason—og hver er hann ekki? 

Royal er: "Truth-telling Demon."
Royal er ekki: "Mannequin follower." 

SKE: Hvaðan kemur nafnið?

Man ekki hvenær það pop-aði upp fyrst en það byrjaði sem lýsing (eða intró) á andlegu ástandi skollakóngsins (The Spiritual Status of The Demon King).

SKE: Er þetta nokkuð dulin tilvísun í búðinginn rómaða? 

Nah, en Royal búðingur er the shit always! Karamellu er Royal Choice of Royal.

SKE: Þú varst að gefa út stuttskífuna Leader. Hvað geturðu sagt okkur um plötuna í stuttu máli? 

Platan, eða stuttskífan, Leader er fyrsta samstarfsverkefnið okkar BirdieOTB og er aðallega forsmekkur af því sem koma skal en ég hef aldrei verið heiðarlegri en núna í þessum lögum, bæði í orðum og orku—þannig að það er eitthvað.


SKE: Hver sér um taktsmíð plötunnar? 

BirdieOTB (Hermann H. Bridde) sér um allar upptökur, takta, hljóðblöndun og masteringu.


(Hermann Bridde smíðaði t.d. taktinn Múffan [Olían] sem Elli Grill rappaði yfir.)

SKE: Hvað merkir titill plötunnar? 

Leader merkir, í þessu tilviki, hugarástand.

SKE: Þú semur á ensku en ekki íslensku. Hvers vegna? 

Ég einfaldlega tengi betur við allt á ensku frekar en íslensku, alveg síðan ég var níu ára gamall. Ég er samt búinn að skrifa texta bæði á íslensku og ensku síðan ég var 15 ára gamall.

SKE: Nú er enskan í mikilli sókn, um allan heim, og margir áhyggjufullir um stöðu íslenskrar tunguhvernig horfir þetta mál við þér?

Ég hef mjög gaman af þó nokkrum íslenskum listamönnum en mér finnst alltaf erfitt að sjá einhvern sem er að springa úr hæfileikum og er samt alltaf heftur, í sköpuninni, vegna Íslands eða íslenskunnar.

SKE: Við hlustun plötunar urðum við áskynja mismunandi strauma, og hugsuðum til rappara á borð við Twista, Bone Thugs, Do Or Die, t.d. Hlustarðu á þessa
listamenn?

Snilld. Já, ég hlustaði mikið á Bone Thugs-N-Harmony þegar ég var yngri. Ekki mikið á Twista eða Do Or Die samt.

SKE: Uppáhalds tilvitnun eða punchlína?

Eftir sjálfan mig? 

Annað hvort

Get Schwifty with me / 
Rick’n’Morty lit see / 
Glitter in my goatee / 
Glitter stripper titties / 
Royal Vision (eitt átta laga sem er að finna á fyrstu plötunni minni Alien Vibez, sem er einnig aðgengileg á Spotify)

 eða 

Walkin ‘round me naked / 
Slitherin', she snakin / 
Demon queen, cunning queen tongue / 

Shevil (sem er að finna á Leader)

SKE: Eitt lag sem allir verða að heyra—og hvers vegna? 

Cherry Hill með Russ, það er aaalltaf ros ...

SKE: Þú varst á sínum tíma í leiklistarnámi í Bandaríkjunum. Hvernig fór það og stefnirðu enn á feril í leiklistinni?

Já, það fór þannig að ég kláraði námið og útskrifaðist og lék eitthvað pínu þegar ég kom heim en fann það fljótt, mjög sterklega, að ástríðan er 100% í tónlistinni. Þar af leiðandi hellti ég mér full force í það.

SKE: Þú ert sonur leiklistarfólksins Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnars Jónssonar. Hafa foreldrar þínir skoðun á tónlistinni?

Þau styðja klárlega að ég geri það sem ég elska. Ég veit að pabbi hefur sérstaklega gaman af textasmíðinni í einhverjum lögum (haha).

SKE: Hvað er næst á dagskrá hjá Royal Gíslason?

Það er aldrei nóg og alltaf, alltof mikið; ég var að klára að taka upp lag með upprenanndi tónlistarkonu sem kallar sig Móna Vísa. Við erum á leiðinni að gera myndband við það. Annars verða tónleikar tilkynntir bráðlega. Svo erum við Hemmi að vinna á fullu í nýju efni.

SKE: Uppáhalds bók? 

Klárlega PIMP eftir Iceberg Slim.

SKE: Eitthvað að lokum? 

Takk fyrir mig —Royal G