Tetriz: Bein útsending frá Húrra Reykjavík næsta föstudag (2 miðar á Kronik LIVE gefins)

Viðburðir

Í tilefni komu bandaríska rapparans Young Thug til landsins verður útvarpsþátturinn Tetriz í beinni útsendingu frá herraverslun Húrra Reykjavík (Hverfisgötu 50) næstkomandi föstudag 7. júlí – en Young Thug stígur á svið seinna um kvöldið í Laugardalshöllinni ásamt Krept & Konan og stórskotaliði íslensks rapps. 

Útsendingin hefst kl. 12:00 og lýkur kl. 13:00 og ætlar umsjónarmaður þáttarins hann DJ B-Ruff að gefa tvo miða á Kronik LIVE á staðnum (ásamt tvo miða á Sneakerball).

Léttir drykkir verða í boði og viðbætt hljóðkerfi verður á staðnum.

Nánar: https://www.facebook.com/event...

Fyrir þá sem ekki þekkja útvarpsþáttinn Tetriz er þetta mánaðarlegur þáttur fyrsta föstudag hvers mánaðars í hádeginu á X-inu 977 þar sem óviðjafnanlegt '90s Hip-Hop fær að njóta sín.