„Það er gaman að fá pening fyrir dugnað.“—Nýtt frá GKR: "Rigna"

Fréttir

Í dag (26. apríl) gaf rapparinn GKR út nýtt lag á Spotify (sjá hér að ofan). Lagið ber titilinn Rigna og skartar sænska tónlistarmanninum Nguvo. 

Í samtali við SKE í morgun hafði GKR þetta að segja um lagið: 

„Ég samdi viðlagið þegar ég var að keyra einhvern tímann í byrjun árs 2017. Ég sendi Nguvo lagið—sem er sænskur félagi minn sem var á laginu mínu 'Þú segir'—sem kom út 2015. Hann vildi semja erindi og ég sagði bara Já. Lagið pródúseraði sami taktsmiður og gerði 'Geimvera.' Lagið 'Rigna' fjallar um að fagna því að fá greitt fyrir alvöru vinnu; sumir halda að þau fái allt strax en fyrst þarftu að þekkja vinnuna. Þetta er svipað umræðuefni og 'UPP' en þetta á oft vel við. Það er gaman að fá pening fyrir dugnað— skiptir máli. Svo er ég á leiðinni til Svíþjóðar í fyrsta skiptið næsta 7. maí að hitta Ian Boom sem er umboðsmaðurinn hans Nguvo og sá sami og pródúseraði 'NEI TAKK' fyrir mig.“

– GKR

Hér er svo myndband við lagið NEI TAKK sem kom út í byrjun febrúar ásamt viðtali SKE við rapparann í byrjun janúar.