Þétt dagskrá á Hip-Hop Hátíð Menningarnætur

Viðburðir

Hin svokallaða Hip-Hop Hátíð Menningarnætur verður haldin í annað skipti í dag, laugardaginn 19. ágúst. Herlegheitin byrja klukkan 17:00 og fer hátíðin fram á Ingólfstorgi en um ræðir einu tónleikana sem einblína á rapptónlist á Menningarnótt. 

Fram koma:

KARA
DJ Þura Stína
Countess Malaise
Geisha Cartel
Floni
Birnir
Joey Christ
Aron Can
Sturla Atlas

Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Húrra Reykjavík og fleiri góða styrktaraðila.

Nánar: https://www.facebook.com/event...

Þess má einnig geta að útvarpsþátturinn Kronik verður í beinni útsendingu frá Prikinu á Menningarnótt (á milli 17:00 og 19:00) en gestir þáttarins verða SAMA-SEM (Dadykewl og BNGRBOY), Balcony Boyz, strákarnir í Reykjavík Roses og hinn viðfelldni Geoff (oftast kenndur við Prikið).

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af nokkrum þeim röppurum sem koma fram á Hip-Hop Hátíð Menningarnætur í útvarpsþættinum Kronik).