Þorri gefur út nýtt lag: "Gotti" – flytur lagið í beinni í Kronik í kvöld

Fréttir

Tæpt ár er liðið frá því að rapparinn Þorri leit við í útvarpsþáttinn Kronik og flutti lagið Klink í beinni. Lítið hefur heyrst frá rapparanum síðan þá en í kvöld (föstudaginn 23. mars) hafa umsjónarmenn Kronik—þeir Róbert Aron Magnússon og Benedikt Freyr Jónsson—bókað hann aftur í þáttinn. 

Tilefni heimsóknarinnar, í þetta skiptið, er útgáfa lagsins Gotti sem rataði inn á streymisveituna Spotify fyrir stuttu (sjá hér að neðan). Titill lagsins vísar að sjálfsögðu til slanguryrðisins Cheese á ensku sem merkir Peningur en uppruni þessa orðfæris á rætur að rekja til Seinni heimsstyrjaldarinnar þegar bandaríska ríkið úthlutaði, meðal annars, osti til þegna sinna sem hluti af velferðarbótum þeirra. 

Nánar: http://uk.businessinsider.com/...

Ég elti þennan ost alla daga /
Ég hugsa um þennan ost alla daga /
Ég pæli í þessum ost alla daga /
Ég er teljandi þennan ost alla daga /

Það verður mikill gestagangur í Kronik í kvöld en ásamt Þorra ætlar hljómsveitin Rari Boys einnig að kíkja við. Þá ætla þau DJ Sura og DJ Karítas að þeyta skífum undir lok þáttarins.

Kronik er í loftinu alla föstudaga á milli 18:00 og 20:00 á X-inu 977.