Þrír ungir menn syngja með Enginn mórall

Tónlist

KuzoVlogs er nýstofnuð Youtube rás sem skartar vinunum Prince, Aires og Jamailian. Frá því að rásin var stofnuð um miðjan mars hafa þeir félagar sent frá sér fjögur myndbönd, þar af þrjú myndbönd þar sem þeir bregðast við lögum eftir Aron Can.

Í gær, þann 29. mars, sendi KuzoVlogs frá sér nýtt myndband þar sem þeir horfa á myndbandið við lögin Enginn mórall og Grunaður eftir Aron Can en þeir eru miklir aðdáendur íslensk rapps. Hápunktur myndbandsins er án efa snemma á níundu mínútu (08:20 ca.) þegar þeir félagar byrja að syngja með texta lagsins Grunaður; allt ætlar um kolla að keyra þegar bítið loks „drop-ar.“

Í lok myndbandsins ávarpa þeir svo rapparann Aron Can sjálfan:

„Ég orðlaus. Ég veit ekki hvað ég á að segja ... Aron Can, ef þú ert að horfa á þetta: Þú ert stórkostlegur.“

– Prince & Aires