Þrír ungir menn bregðast við Fullir Vasar

Tónlist

KuzoVlogs er nýstofnuð Youtube rás sem skartar vinunum Prince, Aires og Jamailian. Síðastliðinn 18. mars gáfu félagarnir út myndband þar sem þeir bregðast við myndbandinu við lagið Fullir Vasar sem Aron Can sendi frá sér í mars. 

Í myndbandinu kemur fram að einn af umsjónarmönnum rásarinnar bjó á Íslandi í fimm mánuði árið 2016; er hann jafnframt yfir sig hrifinn af náttúru landsins og fólki: 

„Dásamlegt land, fallegt fólk, fallegir kvenmenn, virðingafullt fólk ... fjöll, Bláa lónið, norðurljósin. Ef þú hefur ekki farið til Íslands, endilega gerðu það.“

– Prince

Í athugasemdakerfi Youtube fyrir neðan myndbandið biðla nokkrir Íslendingar til stjórnenda rásarinnar um að bregðast við myndböndum frá Sturlu Atlas og Alexandri Jarl.