Þrjú ný lög frá Bon Iver: "iMi," We" og "Holyfields"

Fréttir

Það er ástæða til að gleðjast í hvert skipti sem bandaríska hljómsveitin Bon Iver gefur út nýja tónlist. Sú var raunin í dag (8. ágúst) er lögin iMi⁠—sem samið var í samstarfi við James Blake, Velvet Negroni og fleiri—We og Holyfields komu út á Youtube í dag (sjá hér að neðan). 

Lögin verða að finna á fjórðu hljóðversplötu Bon Iver, i, i sem er væntanleg næstkomandi 30. ágúst. Platan mun geyma 13 lög og koma fjölmargir gestir við sögu á plötunni, þar á meðal Bruce Hornsby, Moses Sumney og Aaron Dessner.

Ef eitthvað er að marka Wikipedia-síðu i,i hyggst sveitin gefa út alla plötuna í dag, lag eftir lag, á klukkutíma fresti:

"On August 8 2019 the band began posting all the songs from the album one hour after the other" („Þann 8. ágúst byrjaði sveitin að deila öllum lögum plötunnar á klukkutíma fresti“). 

Nánar: https://en.wikipedia.org/wiki/I,_I

Lögin eru einnig aðgengileg inn á Spotify.