Torii Wolf og Macklemore saman í nýju lagi með DJ Premier

Erlent

Söngkonan Torii Wolf og hinn goðsagnakenndi DJ Premier unnu síðast saman í fyrra þegar hinn síðarnefndi endurhljóðblandaði lagið Shadows Crawl (sjá neðst).

Í gær gáfu þau út nýtt lag í samstarfi við rapparann Macklemore en lagið ber titilinn Free og er aðgengilegt á Soundcloud. 

Lagið pródúseraði samstarfsmaður DJ Premier, King of Chill, en Premier sá um plötuklór ("scratches").


Lagið Shadows Crawl eftir Torii Wolf og DJ Premier