Troye Sivan með ábreiðu af "Better Now" eftir Post Malone

Fréttir

Í dag (18. júlí) gaf ástralski söngvarinn Troye Sivan út ábreiðu af laginu Better Now eftir bandaríska rapparann Post Malone (sjá hér að neðan). Lagið er hluti af Spotify Singles seríunni þar sem listamenn hljóðrita lög í hljóðveri streymiveitunnar í New York. Serían geymir einnig lifandi útgáfu af laginu Bloom sem verður að finna á væntanlegri plötu Sivan.

Þess má einnig geta að Troye Sivan og Jónsi (Sigur Rós) sömdu lagið Revelation í sameiningu fyrir kvikmyndina Boy Erased en lagið hljómar í fyrstu stiklu myndarinnar sem kom út í gær (sjá hér að neðan). Nicole Kidman og Russell Crowe fara með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Lucas Hedges. Kvikmyndin kemur út í nóvember.

Nánar: https://pitchfork.com/news/sig...