Tveir bandaríkjamenn bregðast við Emmsjé Gauta (myndband)

Tónlist

CreamClout er YouTube rás með yfir 16.000 áskrifendur. Síðastliðinn 17. febrúar birtu umsjónarmenn síðunnar, þeir Curls og Marc, myndband þar sem þeir brugðust við laginu Morgunmatur eftir GKR.  Segja má að þeir félagar séu talsvert heillaðir af íslenskri rappmenningu en nokkrum vikum áður horfðu þeir á myndband við lagið Brennum allt eftir Úlf Úlf og brugðust við.

Nýjasta myndband Curls og Marc er myndband sem kom út 4. mars þar sem þeir bregðast við laginu Reykjavík eftir Emmsjé Gauta. 

Eru þeir svo heillaðir af íslensku rappi og landi að svo virðist sem þeim langi beinlínis til að flytja til Íslands, svo lengi sem Trump er forseti:

„Við erum á leiðinni til Íslands. Ég sagði við mömmu að ég ætla að flytja til Íslands þangað til að við kjósum nýjan forseta.“ 

– Curls

Í myndbandinu viðhalda Curls og Marc þeirri hefð að bera íslenska rappara saman við bandarískar dægurhetjur: Emmsjé Gauti er eins og Mac Miller og Keli Trommari eins og Carrot Top, samkvæmt Curls og Marc (áður höfðu þeir líkt Helga Sæmundi við Matt Damon).