Tveir Bandaríkjamenn bregðast við GKR

Tónlist

Cream Clout er YouTube rás með 10.000 fylgjendur. Síðastliðinn 3. febrúar birtu umsjónarmenn síðunnar, þeir Curls og Marc, myndband þar sem þeir brugðust við laginu Brennum allt eftir Úlf Úlf.

Nýverið sendu þeir félagar svo frá sér nýtt myndband þar sem þeir bregðast við laginu Morgunmatur eftir GKR: „Hey, auðvitað þurftum við að fara aftur til Íslands!“ ("Hey, you know we had to go back to Iceland!")

Curls og Marc eru frekar hissa á íslenskri rappmenningu; á einum 
tímapunkti velta þeir fyrir sér hvort að GKR hafi látið N-orðið flakka:

„Did he say n@)#a???“

– Curls

Aðdáendur rásarinnar virðast hæstánægðir með þessa tilhneigingu umsjónarmannanna að bregðast við íslensku rappi ef marka má athugasemdir manna fyrir neðan myndbandið. 

Notandinn kuroshinigami langar til Íslands til þess að finna sér íslenskan eiginmann.

„Can ya'll take me too? Legit after this, I think i need to find me an Icelandic husband lmao.“

– kuroshinigami