Tveir Bandaríkjamenn bregðast við Enginn Mórall

Tónlist

CreamClout er YouTube rás með ca. 20.000 áskrifendur. Í dag, 31. mars, birtu umsjónarmenn síðunnar, þeir Curls og Marc, myndband þar sem þeir bregðast við laginu Enginn mórall eftir Aron Can. 

Segja má að þeir félagar séu talsvert heillaðir af íslenskri rappmenningu en það að bregðast við íslensku rappi er orðið af föstum lið hjá Cream Clout; samtals hafa Curls og Marc gefið út sex myndbönd þar sem þeir horfa á íslensk rappmyndbönd (Úlf Úlf, GKR, Emmsjé Gauta, Herra Hnetusmjör og nú Aron Can) og eru þeir ávallt jafn ánægðir með tónlistina. 

Í byrjun myndbandsins tjáir Curls sig um ást sína á íslensku Hip-Hop-i:

„Ég fíla, í rauninni, alla íslenska rappara.“

– Curls

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndbönd frá Cream Clout.