Tvö ný lög frá Childish Gambino: "Summertime Magic" og "Feels Like Summer"

Fréttir

Í dag (11. júlí) gaf tónlistarmaðurinn Childish Gambino—einnig þekktur sem Donald Glover—út tvö ný lög en lögin tilheyra svokölluðum Summer Pack pakka samkvæmt yfirskrift útgáfunnar á viðeigandi streymisveitum.

Nánar: https://www.rollingstone.com/m...

Lögin heita Summertime Magic og Feels Like Summer en eins og titlarnir gefa til kynna eru hér á ferð tvö sumarlög. Þess má einnig geta að Summertime Magic verður að finna á væntanlegri breiðskífu Gambino en um ræðir fyrstu plötuna sem tónlistarmaðurinn gefur út hjá útgáfufyrirtækinu RCA og jafnframt síðasta platan sem hann gefur út undir formerkjum Childish Gambino (ef eitthvað er að marka nýlegt viðtal við tónlistarmanninn hjá Variety).

Nánar: https://variety.com/2018/music...

Eins og heyra má eru lögin frekar frábrugðin laginu This Is America sem vakti mikla athygli í byrjun sumars. Að lokum má þess geta að Childish Gambino leggur af stað í tónleikaferðalag í haust ásamt Vince Staples og Rae Sremmurd.