Twitter bregst við falli ríkisstjórnarinnar: „Tekur bara einhver annar Lannister við.“

Fréttir

Eins og fram kom í tilkynningu frá stjórn Bjartrar framtíðar í gær hefur flokkurinn ákveðið að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. 

Ákvörðun flokksins fylgir í kjölfar nýrra vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en eins og fram kom á Vísi.is í gær, sem og annars staðar, var Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, „einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra ... Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila.“ (Vísir.is).

Nánar: http://www.visir.is/g/20171709...

Í kjölfarið tjáðu fjölmargir notendur Twitter sig um málið – og eitthvað var um tilvísanir í menningarfyrirbærið Game of Thrones: