Sjáðu öll „freestyle-in“ eftir Úlf Úlf í Kronik (myndband)

Íslenskt

22. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðinn 6. maí.

Gestur þáttarins var norðlenska tvíeykið Úlfur Úlfur en óhætt er að segja að félagarnir Arnar Freyr og Helgi Sæmundur hafi verið í miklu stuði; ásamt því að flytja lagið Tempo í beinni fluttu þeir einnig nokkrar vel valdar rímur yfir sígild bít sem DJ B-Ruff henti á fóninn (sjá hér fyrir neðan).

1. Arnar Freyr rappar yfir Play With Fire eftir Yard Boy Ten:

2. Helgi Sæmundur rappar yfir So Ghetto eftir DJ Premier sem Jay-Z rappaði yfir. 

3. Arnar Freyr rappar yfir Born To Roll eftir Ase One sem Masta Ace rappaði yfir.

4. Arnar Freyr rappar yfir Mask Off eftir Metro Boomin sem Future gerði frægt. 

Þess má einnig geta að þriðja breiðskífa Úlfs Úlfs, Hefnið okkar, kom út 28. apríl en þar á undan hafði tvíeykið komið aðdáendum sínum á óvart með því að gefa út þrjú ný myndbönd á einu bretti (25. apríl). Um ræðir myndbönd við lögin Mávar, Bróðir og Geimvera (sjá hér fyrir neðan)Einnig opnaði hljómsveitin nýja vefsíðu sama dag.