Úlfur Úlfur flytja Tempo í beinni

Tónlist

22. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðið laugardagskvöld (6. maí). 

Gestir þáttarins var norðlenska tvíeykið Úlfur Úlfur. Óhætt er að segja að félagarnir hafi verið í miklu stuði en ásamt því að flytja nokkrar vel valdar rímur yfir sígild bít sem DJ B-Ruff henti á fóninn, þá fluttu þeir einnig lagið Tempo í beinni (sjá hér fyrir ofan). 

Tempo er að finna á þriðju breiðskífu Úlfsins, Hefnið okkar, sem kom út 28. apríl. Þar á undan hafði tvíeykið komið aðdáendum sínum á óvart með því að gefa út þrjú ný myndbönd á einu bretti (25. apríl). Um ræðir myndbönd við lögin Mávar, Bróðir og Geimvera (sjá hér fyrir neðan)Einnig opnaði hljómsveitin nýja vefsíðu sama dag.