USA Today hvetur áhorfendur til að halda með Íslandi (myndband)

Fréttir

Í gærkvöld (13. júní) birti fréttamiðillinn USA Today ofangreint myndband þar sem áhorfendur eru hvattir til þess að halda með Íslandi á HM í Rússlandi. Í myndbandinu færir blaðamaðurinn Martin Rogers rök fyrir fyrrnefndri áskorun—en röksemdafærslan er kunnugleg: íbúafjöldi Íslands nemur 0.1% af íbúafjölda Bandaríkjanna; Víkingaklappið er skemmtilegt fyrirbæri; og svo er Guðni Th. Jóhannesson svo alþýðlegur. 

Þá ræða blaðamenn USA Today einnig við Kristinn Jóhannesson, stuðningsmann landsliðsins, sem fer yfir aðdráttarafl liðsins í stuttu máli:

„Það besta við íslenska landsliðið er liðsheildin, fyrst og fremst. Strákarnir standa með hverjum öðrum 110%, hvort sem vel gengur eða illa.“

– Kristinn Jóhannesson

Hér fyrir neðan er svo hlekkur á aðra grein frá USA Today þar sem fjallað er um HM og Ísland.

Nánar: https://eu.usatoday.com/story/...