„Við kláruðum lagið á einu kvöldi.“—Bríet lýsir samstarfinu við Aron Can í stuttu bréfi til SKE

Fréttir

Í dag (24. ágúst) rataði lagið Feimin(n) á Spotify (sjá hér að ofan) en lagið samdi söngkonan BRÍET í samstarfi við Aron Can og Arro (Pálma Ragnar Ásgeirsson). 

Til þess að forvitnast nánar um tilurð lagsins hafði SKE samband við BRÍETI í morgun og brást söngkonan við eftirgrennslan blaðamanns á skemmtilega gamaldags máta, sumsé með svari í bréfformi (sjá ljósmynd hér að neðan).

Líkt og fram kemur í bréfinu voru þau BRÍET, Arro og Aron Can ekki lengi að hljóðrita Feimin(n); aðeins viku eftir að hugmyndin kviknaði leit Aron Can við í hljóðverið og var lagið tekið upp á einu kvöldi.

Hér fyrir neðan er svo platan 22.03.99 sem BRÍET gaf út fyrr á árinu.