Sterk viðbrögð við B.O.B.A. á Twitter: „besta tvíeykið síðan Halli og Laddi“

Fréttir

Fá íslensk rapplög hafa vakið jafn mikla athygli á jafn stuttum tíma eins og lagið B.O.B.A. eftir tvíeykið JóiPé x Króli (sjá hér fyrir ofan) en frá því að myndbandið við lagið rataði inn á Youtube í gær (4. september) hefur það verið skoðað tæplega 40.000 sinnum.

Eins og fram kom á SKE.is í gær verður lagið að finna á plötunni GerviGlingur sem kemur út á föstudaginn. 

Nánar: http://ske.is/grein/joipe-krol...

Viðbrögðin á Twitter hafa vægast sagt verið mjög jákvæð og hafa rappunnendur á borð við Steinda Jr. og Kjartan Atla Kjartansson tekið laginu fagnandi (sjá hér fyrir neðan):

Að lokum má þess geta að JóiPé og Króli verða gestir útvarpsþáttarins Kronik á X-inu 977 næstkomandi föstudagskvöld en þátturinn verður í loftinu á milli 18:00 og 20:00.