West vöknar um augu í nýju myndbandi Childish Gambino: "Feels Like Summer"

Fréttir

Fyrsta athugasemdin við myndband lagsins Feels Like Summer sem Childish Gambino gaf út á Youtube síðastliðinn 1. september (sjá hér að ofan) er svohljóðandi: 

„Þurftirðu virkilega að gefa þetta út á síðasta degi sumars? Nú þarf ég að færa þetta lag inn á lagalistann sem inniheldur lög sem ég græt við.“

Notandinn Einskisverði einhyrningurinn (broken unicorn) hefur ýmislegt til síns máls að taka en fyrstu viðbrögð SKE við ofangreindu myndbandi voru fremur ljúfsár; þó svo að sumrinu ljúki ekki formlega fyrr en 21. september þá er ómögulegt að þræta fyrir tilkomu haustsins. 

Hvað sem því líður koma fjölmargar listakonur og menn við sögu í myndbandinu—og þá í teiknimyndaformi—en hér fyrir neðan er listi yfir alla þá sem bregða fyrir í Feels Like Summer. 

Lil Pump og Trippie Redd (00:46)
21 Savage og Metro Boomin (00:48)
Kodak Black (00:57)
Migos (1:00)
Chance The Rapper, Eminem og Birdman (1:20)
Will Smith (1:25)
Azealia Banks (1:28)
Nicki Minaj og Travis Scott (1:29)
The Weeknd, Ty Dolla $ign og Frank Ocean (1:29)
A$AP Rocky, Solange og Willow Smith (1:39)
Soulja Boy (1:41)
Drake og Future (1:46)
Kid Cudi (1:59)
Kanye West og Michelle Obama (eða móðir West heitin) (2:06)
Beyoncé (2:15)
Martin Luther King (2:22)
XXXTENTACION, Oprah Winfrey, Kehlani (eða Zendaya) og Tiffany Haddish (2:25)
Lil Yachty og Charlamagne (2:45)
Gucci Mane (2:49)
Snoop Dogg, Dr. Dre, Diddy, Wiz Khalifa og Jay-Z (2:51)
Ball bræðurnir og Young Thug (2:58)
Meek Mill, 2 Chainz, Pusha T og Lil Wayne (3:01)
Rae Sremmurd og J. Cole (3:03)
Janelle Monae og Tessa Thompson (3:11)
Chris Brown (3:29)
Outkast (3:39)
Rihanna (3:47)
Whitney Houston (3:54)
Michael Jackson (4:04)