„Why not reggae music?“ SKE spjallar við Lefty Hooks & The Right Thingz (myndband)

SKE Tónlist

Nýverið litu þau Linda Hartmanns og Lefty Hooks úr reggísveitin Lefty Hooks & The Right Thingz við í hljóðver SKE (sjá hér fyrir ofan) en tilefni viðtalsins var útgáfa lagsins Out on a Limb sem kemur út á næstu dögum. 

Ásamt því að gefa út fleira efni á árinu, kemur sveitin einnig til með að hita upp fyrir söngvarann Ky-Mani Marley í Hörpunni en tónleikarnir, sem áttu upprunalega að fara fram í lok janúar, fara fram í vor. 

Hér fyrir neðan geta lesendur horft á myndband hljómsveitarinnar við lagið Happiness sem kom út í fyrra.