Ylja flytur „Hættu að gráta hringaná“ í hljóðveri SKE

SKE Sessions

Næstkomandi 20. október hyggst tvíeykið Ylja fagna útgáfu plötunnar DÆTUR—sem og 10 ára starfsafmælis—í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

Tix.is: https://tix.is/is/event/6654/y...

Útgáfu plötunnar fjármagnaði tvíeykið í gegnum Karolina Fund þar sem fjölmargir aðdáendur sveitarinnar fjárfestu í plötunni fyrirfram (eða styrktu útgáfu plötunnar með því að inna fé af hendi fyrir taupoka, vínyl, einkatónleika, o.s.frv.).

Í tilefni væntanlegrar útgáfu kíktu þær Bjartey Sveinsdóttir og Gígja Skjaldardóttir í hljóðver SKE og fluttu lagið Hættu að gráta hringaná (sjá hér að ofan).

Hér fyrir neðan geta lesendur einnig séð Ylju flytja ábreiðu af laginu The Chain eftir bandarísku hljómsveitina Fleetwood Mac.