Ylja með ábreiðu af "The Chain" eftir Fleetwood Mac í hljóðveri SKE (myndband)

SKE Sessions

Næstkomandi 20. október hyggst tvíeykið Ylja fagna útgáfu plötunnar DÆTUR—sem og 10 ára starfsafmælis—í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

Tix.is: https://tix.is/is/event/6654/y...

Útgáfu plötunnar fjármagnaði tvíeykið í gegnum Karolina Fund þar sem fjölmargir aðdáendur sveitarinnar fjárfestu í plötunni fyrirfram (eða styrktu útgáfu plötunnar með því að inna fé af hendi fyrir taupoka, vínyl, einkatónleika, o.s.frv.).

Í tilefni væntanlegrar útgáfu kíktu þær Bjartey Sveinsdóttir og Gígja Skjaldardóttir í hljóðver SKE og fluttu ábreiðu af laginu The Chain eftir bandarísku hljómsveitina Fleetwood Mac (sjá hér að ofan). 

Þess má einnig geta að myndband af flutningu Ylju á laginu Hættu að gráta hringaná í hljóðveri SKE mun rata inn á vefsíðu SKE á næstu dögum.