Young Karin kíkir á húðflúrstofuna Memoria (myndband)

SKE BLEK

Í síðustu viku slóst SKE í för með söngkonunni Young Karin á húðflúrstofuna Memoria en hún fékk sér húðflúr af litlum engli (sjá hér fyrir ofan). SKE spurði hana spjörunum úr á meðan hún sat í stólnum.

Líkt og fram kemur í viðtalinu gaf Young Karin nýverið út myndband við lagið Peakin í samstarfi við Loga Pedro og stefnir hún að því að gefa út fleiri lög á árinu:

„Ég er svona að vinna í því að gefa út næsta lag. Ég held að þetta verði ekki mixteip. Ég held að ég vinni frekar í nokkrum single-umm. Það kemur í ljós hvað koma skal.“

– Young Karin

Hér fyrir neðan eru svo myndbönd við lögin Peakin, Bones og Hearts sem jafnframt hljóma í ofangreindu myndbandi.