Yung Nigo Drippin' fagnar útgáfu á Prikinu í kvöld—„Plús Hús 2“ komin á Spotify

Fréttir

Í kvöld (11. janúar) fagnar íslenski rapparinn Yung Nigo Drippin' útgáfu plötunnar Plús Hús 2 á Prikinu. 

Platan—sem rataði inn á Spotify fyrir stuttu—geymir 10 lög og koma þeir Gvdjon, Silkiklútur, Bleache, Kuldi og Plasticboy við sögu á plötunni. Mælum við sérstaklega með laginu Gengur Alltaf Vel. 


Samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins hyggst rapparinn flytja plötunni í heild sinni á tónleikunum. 

Nánar: https://www.facebook.com/event...

Hér fyrir neðan er svo 11. þáttur vefseríunnar SKE Blek þar sem Yung Nigo Drippin' fær sér flúr á Immortal Collective (áður Memoria Collective).